Jæja, góðir hálsar... þá er ég búin að skila inn lokaverkefninu og nú get ég byrjað að eiga líf... Jeiii...
Auðvitað var verkefnið mitt og Sigurrósar það flottasta sem var skilað inn (Ég er ekki að ýkja!!!). Her er svo linkurinn á síðuna (sem var hent up í fýti) sem geymir verkefnið okkar.
Enn jæja... Við skelltum okkur í tilefni dagsins og fengum okkur íslenska snúða og kókómjólk... ekki nóg með það heldur fórum við á ítalska veitingarhúsið La Piazza (sem einn vinur minn er meðeigandi af) og fengum okkur að borða! Sjúklega gott, góður matur!!! Svo þegar kom að því að borga, heimtaði Alberto vinur minn að bjóða okkur í tilefni dagsins.
Enda er ég núna svo full af mat að ég heyri mig fitna og mun ekki geta borðað næstu daga.
Jæja... smá yfirlit...
Það gengur bara vel hjá mér og Morten það er komið aðeins meira en hálft ár núna... og við erum enn rosa in love. Hann er bara að byggja húsið sitt og svona, voða dúlegur um helgar og nú hef ég víst ekki verkefnið sem afsökun fyrir því að geta ekki komið og hjálpað til. Hann er með það í kollinum á sér að ég eigi að hjálpa við húsið sem við munum búa í... humm.... áhugavert... aníveis...
Hann er bjartsýnis-maður og trúir því að það verði íbúahæft í lok þessa árs, ég er ekki alveg sammála honum þar, enn maður veit aldrei.
Rabbi hefur það gott og er voða hrifin af Morten... Morten er líka sterkur og hefur stóra muskle sem Rabbi dáist að og vill líka vera svona sterkur. Þeir tveir ná vel saman sem er æðislegt.
Rabbi er farin að hlakka til að byrja í skóla og er allur að stækka.
æi... við höfum það bara svo gott hér í DK, það besta sem ég gat gert fyrir okkur Rabba var að koma hingað, það er alveg á hreinu!!!
Varðandi barnsföðurinn... við erum hætt að rífast (í bili) og erum að reyna í sameiningu að gera meira uppbyggilegt samstarf okkar á milli og það hefur gengið vel hingað til.
Ef það verður eitthvað bögg á síðunni þá er það sökum þess að ég er að búa til Backend til að henda inn texta og allskonar hlutum...
Þessi síða er núna næstum búin og eins og hún á að vera, það vantar reyndar allt efni, texta og myndir, ennþá... Bloggið er í lagi það ætti að duga eins og er... enn ég vona að þið fílið þetta og hafið gaman af síðunni eins og ég.