Ég sagði bingókúlunni (bólfélaganum) að ég gæti ekki hitt hann meira (eða allavega ekki á sama hátt og við höfum verið að hittast)...
Hann vissi sjálfur ekki hvað hann vildi svo að ég sagði honum að ég gæti ekki tekið áhættuna á því, ekki núna og það særði mig að vera með honum þegar hann væri svona tvetydig (tvíræður; óviss) og þó svo að ég væri MJÖG hrifin af honum þá gæti ég bara ekki gert þetta því þetta væri bara of sárt.
Ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir því hve sárt þetta myndi verða og shit hvað það stakk að segja þetta... mér finnst ég sárari yfir þessu en ég hefði reiknað með og langar mig ekkert smá til þess að hann komi og segi við mig I am over that old shit og vill vera með þér... ég veit svo sem að það er ekkert að fara að gerast, en svona er lífið víst.
Þá er Osta-poppið eftir...
Ég er bara að spá í að hætta alveg með allt nammi og snakk og fara bara í ávexti í staðinn með þessu áframhaldi!!!
Afhverju gerist þetta alltaf með mig... ég ætlaði að segja bólfélaganum að gleyma þessu öllu saman, en nei auddað þurfti hann að segja mér að hans tilfinningar hefðu breist og ég fékk í magann... Ég hafði þegar sagt honum að mínar tilfinningar hefðu udviklað sig en hann gaf ekkert út á það svo ég ákvað að leita annarstaðar þar sem það leit ekki út fyrir að það væri hægt að fá hann í samband og svo þegar ég geri það þá þarf hann að prummpa þessu út úr sér!!!
Nú er ég svo lost að það hálfa væri nóg! Ég er búin að þekkja bólfélagann í 2 næstum 3 mánuði og hinn gaurinn bara í viku eða svo!!!
What The Fuck!!! Þetta er ekki fair! síðast þegar ég lenti í því að velja svona þá valdi ég ekki rétt og nú er ég bara hrædd við að velja vitlaust, again!!!
Ég gerði lista um þá... but það hjálpar ekkert!!! Og þeir eru svo ólíkir að það er ekki hægt að bera þá saman þetta er eins og Bingó kúlur og Osta popp fyrir mér... bæði geggjað gott og ég get ekki sagt um það hvort er betra!
Ef þeir væru bara eins þá væri þetta auðvelt, þá myndi ég velja þann með stóra typpið!!!
Og svo sit ég hér og kvarta þegar margir aðrir hafa engann!!! Þetta virkar voða láslý af mér æ knóf!
En ég fatta ekki afhverju ég get alltaf komið mér í svona undarlegar aðstæður... En jæja, vinir mínir og nágrannar skemmta sér þó... hehehehe... Gott að ég get lífgað upp á líf annara stundum!
Aníveis... eins og þeir segja í Monty Python: "Always look at the bright side of life!"
Og eitt af nýju mottóinu mínu "á lífnu" er: "Nyde det end at fortryde det!" = "Njóttu þess í stað þess að sjá eftir því!"
Ég reyni að live by it, en það er sko auðveldara sagt en gert... But I will triumph!
Þetta date var geggjað með honum sem mér finnst svo HOT og SEXY. Við fórum út að borða og þaðan að spila pool og að lokum heim til mín að drekka 2 bjóra og kjafta!
Maturinn var geggjaður og við döðruðum eins og vitleisingar við hvort annað og spjölluðum um heima og geyma! Pool var ROSALEGT við vorum að cirkle í kringum hvort annað, það hefur örugglega verið ský af Ferimónum í kringum okkur og ef einhver hefði rölt nálægt okkur þá hefði sá hinn sami orðið turned on!
Enda nýttum við bæði hvert tækifæri til að ögra og daðra. Ég gat ekki staðist það að afsaka mig, hve léleg ég væri í pool, með að "Það er ekki mitt hlutverk að hitta í holuna." og að segja að það væri svo sem í lagi því "Mér finnst gaman að leika mér með kúlur."
HEHEHEHEHE... what is a girl to do!?
Endaði þetta allt með því að hann lét sig hafa það að koma og kyssa mig einn koss! Hugaður maður! Mjög Hugaður! verð ég bara að segja!
Jæja svo fórum við heim til mín og spjölluðum og spjölluðum, kysstumst og gerðum hvort annað ekkert smá horny!
Hann svaf hér! Já, SVAF og ekkert annað! en það var erfitt að halda höndunum að okkur!
Ég hef ekki oft hitt karlmann sem kveikir svona í mér eins og hann gerir! VÁ! Það eru alveg karlmenn sem kveikja í mér en ekki í þessari gráðu! SHIT! Það er solldið mikið sem hann nær að kveikja í mér! og ekki verra að það er svo gaman að sitja og spjalla við hann og bara um allt!
Ég hlakka til að kynnast honum betur og sjá hvað gæti verið þarna! :)
Jæja ég skellti mér í köben og var þar á fylleríi á föstudaginn með bróður mínum sem var auddað gaman og stálum við hellinga af glösum, kertastjökum og svona týpísku dóti sem maður stelur þegar maður er fullur og svo ótrúlega funny!!!
Svo var ég í innflutnings partýi á laugardaginn hjá vinkonu minni henni Mörtu og vini mínum honum Hauk!!! Var bara voða gaman og kósý! var síðna skellt sér í bæinn og var ég með trúða nef í bænum og hegðaði mér eins og ég vissi ekki af því að ég væri með þetta nef!
Einhver kona kom upp að mér og spurði hvort ég væri að fara að giftast... hehehe... og ég svaraði um hæl! "Nei, ég er bara single og klikkuð!" Svo komu einhverjir gaurar til Ólafar vinkonu minnar og spurðu hana útí mig og þetta nef og hún saði þeim að ég væri bara single, rugluð og hefði það mikið sjálfstraus að mér væri bara alveg sama hvað öðrum finndist!!! Sem er alveg rétt...
Þetta var voða gaman, fólk hló að mér sumir hlóu þó ekki beinnt framan í mig en snéru sér undann og hlóu! voða margir brostu bara til mín! hehehe... og svo var reint við mig!!! er það nú vitleisa!! ég get ekki gert neitt á djamminu sem fælir karlkynið í burtu!!! urrrrr!!!
Ég veit ég er æðisleg en það má á milli vera!!! hehehe...
Svo er ég að fara að hitta gaurinn í kvöld sem ég sagði frá, sem ég er búin að finnast áhugaverður í eitt ár, við erum að fara út að borða í kvöld og svo kannski að spila pool og svo þegar það er búið verð ég að skella mér heim til bólfélaga míns og fá útrás fyrir greddu mína!!! Því ég ættla ekki að hoppa á greyið gaurinn alveg strax! hehehe...
Jæja... Helgin var pökkuð af stuði og solleiðis...
Fór á föstudagskvöldið út með Loise (nágranna mínum/vinkona) og skelltum við okkur í háskólann á gala fest. Það var stud, ég endaði mikið á spjalli við einhvern barnalæknir... Sannfærði ég hann á að dansa án þess að hafa tónlist úti á gangi svo allir gátu séð, hei... það var hann sem vildi dansa við mig!!!
Seinna sannfærði ég hann að það væri bara hyggelegt að liggja á gólfinu á ganginum til biokemi-labritorium. Ekki fannst mér þetta skrítið þó svo mörgum öðrum fannst það! humm... :/
Á laugadaginn kom Þór og það var svo næs að hitta hann aftur og bara spjalla við hann!!! þetta var svo kósý og næs!
Hann fór aftur heim á sunnudeginum... Þá fór ég bara að teikna og hafa það hyggeligt... Ég er að dunda mér við þessa mynd... (er enn að vinna í þessu...)
Hér kemur þó húmorinn við lífið... Gaurinn sem ég sagði bara að setja mig á MSN-ið hans viðurkenndi að hann hafi alltaf haft smá áhuga á mér... og að hann hafi líka fengið þann áhuga fyrir ári síðan eins og ég... geggjaðir lúserar!!! HAHAHAHA!!!
Hvorugt okkar gerði nokkuð við því!!
Hve skondið er það að við erum núna að spjalla og ætlum að hittast svona til að kynnast, ári seinna!!!
HEHEHE!