fréttir
um mig
grafík
ljóð
sögur
 
gestabók
linkar
skjalasafn
 


mánudagur, nóvember 29, 2004

Fíkn!!!

Ég ákvað að hætta alveg að drekka gos! og nú er ég búin að vera með hausverk síðan á miðvikudaginn!!! Ég minkaði gosdrykkjuna þegar ég byrjaði að æfa og svo datt ég af gos-frí-kerrunni og fór að drekka mikið gos aftur! Svo í síðustu viku varð ég pissed off þegar ég áttaði mig á því hvað ég var í raun farin að drekka mikið gos aftur og ákvað að hætta! OG HVAÐ fæ ég út úr því!!! HAUSVERK!!!

Þessi fíkn er svo lúmsk! Ég er ekki viss um að ég geti haldið þetta út með endalausa hausverki! Ég fór í Føtex í gær og hugsaði ekki um annað en að taka eina, bara eina, flösku af Pepsi Twist með heim en til að hindra það fyllti ég litla vagninn sem Rabbi var að keyra með ávöxtum! Melónu, ananas, banana, blóðgreip og kassa af mandarínum!!! Ekkert pláss fyrir gos flösku þar! Og í hvert skipti sem ég fæ þessa gos þörf þá næli ég mér í einhvern ávöxt til að svala þosta mínum!
Þá er bara að vona að þetta virki!!!


Ég og Rabbi skelltum okkur á skauta í gær (skondin sjón) og Jesper kom með okkur.
Rabbi varð auðvitað mjög hræddur og vildi ekki prófa oft, var oft í "pásu". En ég (sem er ekkert sérlega góð á skautum og kemmst rétt svo áftam) fór með hann eina og eina ferð á klakann og Jesper (sem er MJÖG góður á skautum og hefur verið að spila íshokký) fór 2-3 ferðir með Rabba, þar sem Jesper hélt Rabba bara uppi og skautaði með hann einn hring. Rabbi gargaði fysta skiptið og var svo bara með skelfinar svip öll hin skiptin.
Svo hjálpaði Jesper mér einu sinni af stað og sleppti mér þegar ég var komin á góða ferð... það gekk ágætlega þangað til að ég tók eina stóra beygju og var næstum því dottin aftur fyrir mig en riddarinn á svörtum skautum kom, greip um mittið á mér og kom þar með í veg fyrir að ég myndi detta á rassinn!
Ég prófaði aftur og aftur og aftur, þetta var ekkert voða flott hjá mér en á endanum kommst ég þó áfram alveg ein!
Það er erfitt að skauta á svona íshokký skautum, ég vil bara fá skautana sem eru með göddunum á, listaskauta, það er auðveldara að nota þá... finnst mér... Ég notaði solleiðis skauta þegar ég var yngri og ekki man ég eftir að það var svona erfitt!


Later yo all...


Tjáðu Þig... Fjöldi tjáninga:


--------------------


þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Tilfinningar, upplifanir og perception...


Ég var að átta mig á því fyrir stuttu síðan þegar ég spjallaði við hálfsystur mína að ég finn fyrir því að ég er afbrýðisöm út í hennar líf... Hún hefur það sem mig langar svo í. Hún er með manninum sem hún elskar og hann elskar hana og hennar börn þau eru að byggja sér hús saman og vilja núna fara í það að reyna á að eiga barn saman.
Nú kemur versti parturinn, sem ég skammast mín fyrir að upplifa! (og auðvitað byggi ég þessa skoðun mína á mínum samskiptum við hana í gegnum síðustu 3-3½ ár, sem er önnur og löng saga... og ekki sérlega jákvæð upplifun!)
aníveis...
Mér finnst hún ekki eiga allt þetta skilið, mér finnst ég vera betri manneskja en hún, ég veit að þetta er rangt að hugsa svona, mér finnst ég hafa sama ef ekki meiri andlegann þroska en hún, sértaklega á sumum sviðum! og að ég á það alveg skilið að vera ekki alltaf ein! Ég er þreitt á því að vera alltaf ein og þurfa að vera sterk, ekki bara fyrir mig heldur son minn líka! Mig langar bara svo til að einhver gæti verið sterkur fyrir mig annaðslagið!
Kaldhæðnin er að ég þekki margt annað fólk sem er í svipaðri aðstöðu og hálfsystir mín en ekki er ég abbó út í þeirra líf!

Ég er hamingjusöm með það sem ég hef gert með mitt líf og þangað sem ég er að fara en auðvitað velti ég því fyrir mér afhverju ég virðist gera alla þessa stóru hluti EIN! Er það satt að við fæðumst ein, lifum lífinu ein og deyjum ein! og þess vegna verðum við að læra að vera hamingjusöm í okkar eigin skinni og það finnst mér ég vera...
og þá spyrj ég afhverju er ég þá abbó út í hana, er það ekki solldið barnalegt! eða er það bara vegna þess að ég er loksins orðin sátt við sjálfa mig og mitt líf þannig að núna er ég tilbúin að gefa af mér og lifa lífinum með einhverjum sem vill taka við því sem ég hef að bjóða?! Og ef það er málið hvað er ég þá að vera abbó út í líf sem önnur manneskja hefur örugglega sjáf þurft að berjast fyrir að fá!

Og á meðan ég sit hér og skrifa þetta og pæli í þessu þá get ég ekki fundið neitt annað atvik þar sem ég hef verið abbó út í það sem einhver annar hefur.
(Ég var einu sinni abbó þegar exið mitt var kominn með nýja gellu, það var af því ég elskaði hann enn og vildi að hann væri minn og engin önnur ætti að fá hann... en það er allt önnur tegund af afbrýðisemi...)

Só all in all þá hef ég ekki upplifað afbrýðisemi oft og er svolítið ósátt við þá tilfinningu! Ég geri mér þó grein fyrir því að stór partur af þessari afbrýðisemi minni á hennar núverandi líf er vegna þess að mér fannst hún hafa gert rangt á minn hlut og að ég hafi verið "the nice one"...
(sem er auðvitað bara hvernig ég upplifði það meðan hún gæti hafa upplifað þetta akkúrat öfugt...)
Sem "the nice one" gefur það mér þá tilfinningu að ég sé betri manneskja og á þá skilið meira... Sem lífið er ekki... þanni virkar þetta ekki! Og það versta er, I know! en hvers hvegna get ég ekki þá hrisst þessa leiðinda tilfinningu af mér?!
Mér finnst þetta svo insignificant og mikið waste of time tilfinning, en ég get samt illað losnað við hana!?


Þetta er alltaf jafn áhugavert fyrir mér og á sama tíma undarlegt hvernig jafnvel gáfaðasta fólk getur brugðist við og farið algerlega inn í eitthvað svo primal og primitive!


Later jo all...


Tjáðu Þig... Fjöldi tjáninga:


--------------------


of mikið að gera og of lítill tími...

Það hefur verið mikið að gera hjá mér, mikið að lesa, mikið af tilfinninga-pælingum og sinna heimilinu, fyrir utan að vera geggjað illt í hnéinu og eta sterkar verkjatöflur.

Skrifa meira seinna...


Tjáðu Þig... Fjöldi tjáninga:


--------------------


laugardagur, nóvember 13, 2004

Einhver þróun á síðunni...

Jæja ég er búin að henda inn þrem nýjum linkum og svo hef ég sett inn nokkrar teikningar eftir mig og myndir af þeim málverkum sem ég hef gert og er búin með!


Tjáðu Þig... Fjöldi tjáninga:


--------------------


fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Eitt ljóðið enn...


Ég vel...

Ég vel að fela mig bakvið fallega brosið mitt
og lifandi augun mín sem virðast grípa athygli þína...

Ég vel að brosa innilega
því það gerir sál mína fallegri...

Ég vel að segja að lífið sé þess virði að lifa því
þó ég gráti á kvöldin því að þú elskar mig ekki...

Ég vel að gráta á kvöldin
því á daginn sjást tárin...

Ég vel að horfast í augu við þig, brosa
til að segja lífið er yndislegt og ég elska þig...


Tjáðu Þig... Fjöldi tjáninga:


--------------------


miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Er það nú vandræði!!!

Ég fór að æfa í gær með ex b-vini mínum, Jesper... sem er ansi gaman, hann lætur mig svoleiðis púla sem er helvíti næs! Enn... í gær fór hann að spjalla um að aðeins eitt hefði geta gert kylíf okkar betra og það var að sleppa smokknum og nefndi hann það líka að það væri bara eitthvað sem hann myndi gera ef hann væri með manneskjunni í sambandi!!! WTF!!! og svo hintar hann því að mér að næst ÞEGAR ég og hann myndum sofa saman þá yrði enginn smokkur!
Nú er hann alveg ákveðinn í því að sýna mér að hann sé hrifinn af mér og vilji meira en bara kynlíf með mér!
Hann var meira að segja að spyja mig hvað ég myndi vera að gera um jólin og vildi bjóða mér og Rabba í mat!
Þetta fékk mig til að fá smá sjokk og spurði ég hann hvort hann ætlaði ekki að borða með fjölskyldu sinni!
og Hann svaraði því að hann gæti alveg gert það en ef mig og Rabba langaði þá vildi hann bjóða okkur í mat til sín!
WTF!!!

Þetta er all bad! Því ég er löngu búin að falla fyrir honum, long time ago! En ég stoppaði það þar sem ég sá ekki fram á að hann vildi meira en bara kynlíf! Og ég fór þá bara að deita Erik og það hefur svo sem gengið vel og hann er frábær gaur en tilfinningar mínar eru ekki þar, ekki 100%! ALL BAD!!! Auddað vil ég ekki særa einn eða neinn enn það þarf ég að gera og hvað á ég að velja...

Á ég að velja:
Gaurinn (Jesper) sem ég er þegar orðin ástfangin af og vona að hann verði bráðum tilbúin að byrja í sambandi...
Eða:
Gaurinn (Erik) sem er tilbúinn í samband og vona að tilfinningar mínar þróast...

Það versta er að Erik er svona gaur sem ég þekki og týpan sem ég þekki og hef oft verið með! Ég þekki leikreglurnar sem gilda þegar ég er með honum!
Meðan Jesper er algerlega nýtt fyrirbrigði fyrir mér, ég þekki ekki alveg leikreglurnar á hann! Ég er ekki vön gaurum eins og honum!
Þeir kveikja báðir í mér bara á eins ólíkann hátt og hægt er!!!
(Hvað er þetta með mig og KK, akkurru get ég alltaf komið mér í svona vandræði!)

Hvað á ég að gera!!!

Ég ætti bara að hætta þessu og gera eins og Bjöggi brósi bara vera voða kúlteríks og fara á söfn og tónleika og solleiðis... það ætti að halda mér í hæfilegri fjarðlægð frá KK!!! HEHEHEHE...


aníveis... Later...


Tjáðu Þig... Fjöldi tjáninga:


--------------------


sunnudagur, nóvember 07, 2004

Hér er ljóð sem ég henti saman....


LoveLorn!

I know that your eyes, tell me no lies,
And in your smile, I can get lost for awhile.

I miss your voice...
I miss your face...

But with every beat in my veins,
I hear the rattle of your chains.

I need to get you out of my mind,
Out of my heart, as the two are entwined.
Cause I know you are wounded, with several scars,
That led to you sealing off, with heavy bars.

My soul is torn...
Inside I mourn...

I sit here with the pieces of my heart,
I watched, as it fell apart!


Tjáðu Þig... Fjöldi tjáninga:


--------------------


þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Ég hef verið svo löt!!!

Ég hef verið svo löt að það er engu lagi líkt! Ég hef bara verið þreitt og löt!

Ég var með fake grill partý á föstudaginn og var gerðir hamborgarar og pítur með íslenskum sósum, sem mamma sendi mér!!! GEGGJAÐ GOTT!!! Það var voða næs kvöld og síðan kenndum við (Ég, Ólöf og Hjalti) Erik að spila Kana...
Það var helvíti gaman og vorum ég og Hjalti oftast saman í liði og rúlluðum upp liðinu!! stuð... það var reyndar síðan bara eitt stórt spilakvöld uppúr þessu og það brilleraði... ég drakk aðeins of mikinn bjór og rauðvín en hver hefur ekki gott af því svona inn á milli!!! Það var þó ekki eins gaman næsta morgun þegar Rabbi vaknaði og vildi fá athygli!

Ég og Erik erum búin að vera að eyða miklum tíma saman og ég held að það gangi bara nokkuð vel okkar á milli... Hann er svo girnó mig langar bara alltaf í hann... það er ekkert smá kemý á milli okkar!

but anýveis... ég er búin að vera að mála eins og brjálaðingur og ætla að taka myndir af því öllu saman um leið og nýja Digital myndavélin mín kemur með póstinum! Mamma samþykkri að gefa mér eina svona eða réttara sagt, hjálpa mér með að kaupa eitt stykki!!! Ég hlakka svo til! Ég held að hún komi á morgun!!!

Jæja ég ætla að halda áfram með að nóta 6 daga helgar vacation míns!

Later yo all...


Tjáðu Þig... Fjöldi tjáninga:


--------------------