Já það er eitthvað svo skemmtilegt við að breita heimasíðu bróður míns, kannski það að hann fær ekkert að tjá sig um málið... stundum geri ég þetta bara og læt hann ekki vita en auðvitað læt ég hann nú oftast vita að ég sé búin að breita síðunni... hingað til hefur hann svo sem verið sáttur. :)
Rabbi greyið er búin að vera veikur núna frá því á laugadaginn, verið með upp í 40 stiga hita, hann fór í skólann í dag þar sem hann var hitalaus núna, vonandi er hann að hressast. Hann er hinsvegar búin að vera mjög strangur á því að hann sé lasinn ekki veikur... hummmm... :)
Ég spjallaði einnig við Sigmund (líffræðilegi faðir minn) um daginn, það var bara nokkuð gaman, samt solldið skrítið þar sem ég þekki hann ekkert voðalega mikið. En það besta er að hann hafði samband við bróður sinn, Gunna frænda, Gunni hefur langað að tala aftur við hann lengi, svo að ég er rosa glöð með það að þeir þarna rugludallar eru farnir að talast við að einhverju leiti aftur. Það er svo gott og mikilvægt að hafa fjölskyldu og að hafa systkini... and on that note... Ég hef nú sjálf verið mikið að spá í að fá mér eitt stykki barn í viðbót... en þar sem ég á engann kall hef ég hugleitt að bara vera ein með 2 stykki! Ég meina ég get allt sjálf hvort'eð er. En það er ekki alveg tími á það núna, er auddað að læra, sjáum til með þetta, þetta er allt bara hugmynd enþá, liggur svo sem ekkert á.
Já og ég er svo að skella mér á blind date bráðum, á morgun (minnir mig)... hehhehe... það þýðir ekkert að sitja á rassinum og vera svekt eða sár yfir að þetta gekk ekki upp á milli mín og Jespers... nenni nú ekki að sóa tíma mínum í þá vitleysu!!! Auðvitað er það súrt en svona er víst lífið og það er ekkert hægt annað en að move on og halda áfram að lifa og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða! Stundum er ég hissa hve jákvæð ég get verið yfir þessu öllu saman en jæja... ég er víst svo skrítin í kollinum!
aníveis... hef ekkert svo mikið meira að sinni... later...
Og svo var ég að losa mig við persónu sem var virkilega farin að fara í mínar fínustu!!! OMG hvað hún getur pirrað mig!!! en því miður fer hún svo í taugarnar á mér að ég meika hana ekki... ég gat þolað þetta í solldin tíma og nú bara get ég ekki meira...
það sem gerðist var að það var skellt sér á smá djammið og ég var búin að segja henni að ég og Jesper værum hætt saman en ég vildi ekki tala um það... aníveis hún var að skrifast á við kærastann allt helvítans kvöldið og svo sendir hún mér SMS "ég er að fara til kærastans að lúlla... " eitthvað í þá áttina og veistu ég varð svo pirruð! þegar maður er ný hættur í sambandi þá vill maður ekkert heyra svona. og ég var mjög drukkin og flippaði út... fannst þetta svo tillitslaust og bara undirstrika meira hve barnaleg hún getur verið!
fyrir utan það, að ætla að vera vinir og tala saman þarf að virka both ways og það hefur ekki verið þannig hjá okkur lengi... ég bara hef ekkert við hana að segja... og ég finn það þegar ég er að spjalla við hana að ég er að þvinga samræðurnar. eins og þegar hún var á íslandi í smá tíma. það heyrðist voða lítið í henni í langann tíma og svo allt í einu dúkkar hún upp og segir manni voða lítið frá sér eða hvað hún hefur verið að gera... þarf að virka both ways en gerir það greinilega ekki s.s. ég fór sjálf að hætta vilja tala við hana.
og síðan þetta limbó með kærastann, einn dagin segir hún að hann er svo mikið fífl við sig og að hún ætli að hætta með honum og svo fer hún aftur til hans og ég fæ aldrei að vita afhverju. ég fæ bara að heyra eitthvað neikvætt um hann og aldrei það jákvæða... hvað á ég að halda... Það er ekki erfitt að segja hann er svona og svona og það væri best að hætta þessu en aftur á móti hefur hann svona og svona góðar hliðar... þá myndi maður allavega skilja hvað væri í gangi. ég meina svona hlutir eins og að segja mér að hún og kærastinn voru "næstum hætt saman" fór í mínar fínustu. NÆSTUM!!! þau hafa hætt saman núna nokkru sinnum og ég tek ekki marka á henni lengur og að hætta með gaurnum og byrja aftur og hætta og byrja og hætta og byrja... verið saman eða EKKI, fuck svona fólk (always have) fer í mínar fínustu, common make up your mind!
og svo var hún ekki alveg á því að taka hvaða vinnu sem er herna í DK því að hún er með BS í viðskiptafræði eða eitthvað solleiðis... en kommon þegar maður talar ekki málið 100% þá verður maður að byrja einhverstaðra, maður byrjar ekki á topnum þó maður hafi BS, doktorinn eða what ever... mér finnst hún oft voða barnaleg og með svo mikið mentasnobb að það er að drepa hana... hún er líka einhvernvegin alltaf að keppa við alla, held að það sé hennar attetjút! mér fannst margt af þessu í byrjun þegar ég hitti hana en ákvað að gefa henni séns og ekki dæma frá first impression... en það hefur bara orðið verra með tímanum!
lífið er of stutt til að hafa fólk í kringum sig sem fer í taugarnar á manni... ég nenni bara ekki að vera alltaf svona pirruð þegar hún opnar á sér munninn, bara nenni því ekki og það bitnar á Rabba líka. og ef ég get ekki losnað við að vera svona pirruð þá verð ég að losa mig við hana! þá er betra að eliminate það vandamál! Hún hefur of neikvæð áhirf á mig og dregur fram í mér mjög neikvæða hlið sem ég fíla ekki.
Kannski er ég voða barnaleg og algert fífl, alger gribba en ég ákvað að gera það sem virkaði rétt fyrir mér og þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég geri svona við einhvern!
Ég fór á tónleika um helgina með Bjögga nema hvað seinna um kvöldið tókst mér að detta á andlitið svo ég er með sár í framan og tvöfaldann ökla og núna eru tveir stórir kringlóttir blettir á peysunni minni Já, ég mæli ekki með því að vera ég stundum!
Það er ótrúlegt hvað maður getur fengið mikið overload af tilfinningum þegar maður er búin að sofa illa í nokkra daga. Ég hef átt erfitt með svefn síðustu 4 daga og þar af leiðandi hefur það gert mig voða viðkvæma. I broke down í gær... fannst allt svo erfitt allt í einu, don't take it the wrong way, en ég var að horfa á líf mitt og allt virtist svo erfitt eins og sama hvað ég geri þá er settur brick í veginn fyrir mér til að gera þetta enn erfiðara og að meiri fyrirhöf. Ég var að æfa og það gekk vel, var gaman en hægt og rólega fór hnéið á mér í klessu og ég varð að stoppa í nokkra mánuði, sem gerir þetta að lengri ferli en ég var að stefna að og setur mig back a step, sérstaklega þar sem ég verð að fara svo varlega núna og RÓLEGA. Hlutirnir hafa gegnið ágætlega peningalega séð, en nei! þá þarf LÍN að senda mér rukkun á námslánunum og ekki vilja gefa mér frestun á meðan ég er í skólanum og það bætir ekki á fjármálin þegar þau voru tæp fyrir!!! Síðan læðist þessi hugsun að mér, flestir eignast barn og það er ekkert mikið extra við það en svo eignast ég eitt stykki og það þarf sér skóla, sér hjálp og allt solleiðis... einn brick í viðbót! Mér finnst stundum eins og verið sé að testa mig endalaust. Ég þori varla að gera neitt annað eða taka mér nýtt verk fyrir hendi ef þetta þarf allaf að vera svona. Og ég get ekki annað en hugsað hvað bíður mín nú með kærastann!!!
En annars er líf mitt bara fínnt og enn betra eftir að ég fékk að break down og gráta og bölva og blóta öllu sem er svo erfitt en samt ekki svo hræðilega erfitt. Skrítið hvernig þessir hlutir geta allt í einu orðið svo yfirþyrmandi! Var ekki svo mikið mál í every day life en svo allt í einu þegar ég er þreytt og illa upp lögð þá BÚMM!!! all til fjandanns!!!
Aníveis... ég hef það fínnt og er orðin glaðari og ekki eins búin á því!