Dagurinn
í dag....
Ég sat róleg og spjallaði við kunningja vinkonu
mína um kærastann. Svona að ég væri
nú ekki viss um hvað ég væri að spá
með hann. Samband okkar hefur svo sem verið notalegt og
það er svo margt gott við hann. Hann og sonur minn
ná svo vel saman, en mig vantar þessa tilfinningu að
það sé eitthvað -passion-(ástríða)
í sambandinu og að hann vilji mig og Kosssa... já
löngunin í kossa... ohhh... hvað ég er farin
að sakna þess... þar sem kærastinn er ekkert
hrifinn af kossum... veit ekki afhverju...
en umræðuefnið snérist snögglega án
þess að ég gat stoppað það og það
rann mér úr greipum.
En orðin flæddu af vörum mínum, byrjaði
hjartað að slá hraðar og þyngra, hvert
högg... þyngra...
ég vildi ekki gráta en ég fann hvernig augun
steitust á móti mér og reyndu að sannfæra
mig að það væri allt í lagi. En ég
gerði þeim ekki til geðs ég mátti ekkert
vera að því, og það eru bara aumingjar
sem gráta, segi ég sjálfri mér, svona
til að minni mig á það að gráta
ekki. En sársaukinn í hjarta mínu vildi ekki
fara. Hann varð bara þungur og mér fannst ég
verða hokin í herðum af þunganum.
Þessi dagur var ekki það sem ég bjóst
við... Fortíð mín var sögð, þær
sáru tilfinningar úr fortíð minni voru
sögð upphátt!!! Á meðan orð mín
sátu í huga mínum og voru ekki sögð
upphátt þá var þetta ekki svona sárt,
þá var þetta þolanlegt og ég vissi
af því. Ég fann það og orkaði
það en núna þá virtist ég hafa
misst tökin og hjartað virtist vera að bresta... Það
þandist út og virtist vera að fyllast af lofti
og ég beið þess að það myndi springa.
Ég vil ekki heyra mig segja þetta en það
var of seint það bara byrjaði að flæða
af stað og vildi ekki stoppa... og hver taug í líkama
mínum var á varðbergi og tilbúinn að
bregðast við.
Öll árin sem ég heyrði að faðir minn
væri aumingi, hálfviti, dópisti og alkahólisti,
fyrir utan að hafa ráðist á móður
mína og nauðga henni...
og svo, öll árin sem ég heyrði...
"Þú verður alveg eins og faðir þinn..."
"Þú ERT alveg eins og faðir þinn..."
"Ég verð nú ekki hissa ef þú
endar uppi eins og hann faðir þin..."
"Þú ert öll í föðurættina..."
og man ég ekki margt fallegt sagt um þau, heldur þvert
á móti...
Orðin sem hafa setið svo lengi í dvala í undirmeðvitundinni,
orðin sem ég heyrði móður mína
segja svo oft við mig. Og öll þau ár sem ég
spurði sjálfa mig, elskar hún mig þá
ekki... hún á að elska mig skilyrðislaust...?!?!?!
og niðurstaðan mín var; ef hún elskar mig
ekki þá mun enginn annar gera það... þá
á ég það ekki skilið. Og ég trúði
því og líf mitt byrjaði að mótast
út frá trú minni og skilningnum sem ég
lagði í mína nýfengnu trú.
Hjarta mitt gat varla þolað meira á þessum
degi og stingandi tilfinningin innst í sálu minni
virtist hafa svo hátt að ég heyrði varla orð
mín. Tár mín gerðu sig tilbúin að
koma en ég yfirgnæfði þau með látum
og sagði hjarta mínu að hætta þessum
aumingjaskap og ekki vera að vorkenna sjálfri mér,
það eru margir aðrir sem hafa haft það verra!!!
ÞEGIÐU!!! Öskraði ég að lokum í
von um að sigra hjarta mitt. Og ég ætla mér
ekki að gefa eftir, sársaukinn má bara bíða.
Ég stóð upp og kvaddi. Ég lagði af
stað að sækja son minn og reyndi hvað ég
gat að hindra frekari hugsanir að koma upp á yfirborðið...
en það var nokkuð töpuð barátta...
hugur minn var komin á ról og hjartað sló
taktfast við hverja sáru hugsun. Allt það sem
ég hafði gert til að særa sjálfa mig
í svo mörg ár urðu lifandi fyrri augum mér
og í minningu, hver neikvæða tilfinning reis upp
og hjó á hjarta mitt með þungu höggi.
Svo óhuggnanlega mörg ár fóru í
að leita af ást, sem mér fannst ég síðan
ekki eiga skilið... svo, stundar ást var það
eina sem ég verðskuldaði.
Eitthvað til að láta mér líða vel
í nokkrar sekúndur og svo var það búið
og ég var aftur ein... nálægð við aðra
manneskju eins nálægt og hægt var að komast
án tilfinninga. Og ég þurfti að hegna sjálfri
mér fyrir eitthvað sem ég vissi ekki hvað
var og gekk þvert á tilfinnigar mínar og mörk
mín. Og niðurlægði sjálfa mig, með
hegðun minni og hvernig ég misbauð sjálfri
mér, mörkum mínum og tilfinningum. Ég
bjó mér til öruggt athvarf inni í sjálfri
mér og þar faldi ég tilfinningar mínar
og lagði þær til hvílu. Á yfirborðinu
var ég Trúðurinn sem brosti og lét alla
hlæja en grætur að innan. Trúðurinn fær
aldrei að elska og enginn elskar trúðinn, það
eru allir svo vondir við hann svo aðrir geta hlegið...
Ég var trúðurinn og allir hinir sem voru vondir
við hann, voru, ég. Ég gerðist minn eiginn
óvinur!!! Svo ótrúlega mörg ár
fóru í sjálfshatur og niðurrífs
starfsemi á minni sál, á mínu hjarta.
Svo mikill tími farinn til spillis, til einskins...
ég öskraði í höfði mér;
ég hata EKKI sjálfa mig lengur... ég hata ekki
lengur... það er búið... það er búið...
ég á það skilið að vera elskuð...
ég á það SKILIÐ að vera elskuð...
og á endanum grét ég þessi orð. Það
var hjartað sem grét... ekki ég, því
ég er ekki aumingi sem grætur, ég er sterk!!!!
Ég ER sterk!!! Ég vissi að ég gæti
ekki meira, hjarta mitt og sál voru orðin þreytt
og ég ætlaði mér að vinna... ekkert
væl... En augu mín bera merki þess að tárin
bíða þess tíma þar sem ég er
ein og leyfi mér að gráta.
Ég vissi að þessi kafli væri búinn
í mínu lífi en ég átti bara eftir
að segja það upphátt!!! svo það yrði
af veruleika... svo það yrði af veruleika!!!
by Kristrún Huld Hafberg ©
|