Syndarar...
Hahahaha....
Hver var að hlæja... ó já... það
var hann. Hann var að hlæja því það
styttist í fullkomnun hjá honum. Líkin fundust
í þeirri röð sem hann vildi og lögreglan
var ráðþrota.
Hann var aðeins að gera þeim greiða, í
raun og veru, Því þau voru öll syndarar
og ættu ekki að ganga með kross um hálsinn.
Krossana tók hann sem minnjargrip. Hann horfði á
líkið, þetta var myndarleg kona um þrítugt
með svart sítt hár, stór brún augu,
lítið og nett nef. Hún var vel vaxin með stinn
brjóst. Nakin, öll úötuð í blóði
sínu, blóði syndara.
Hann hrifsaði kross festina af hálsi hennar. Sjöundi
krossinn, nokkuð gott safn. Suma af krossunum bar hann um hálsinn
eða var með þá einhvers staðar á
sér. Þessi kross var svo fallegur, viðarkross,
dökkur viður sem krossinn, og jesús útskorinn
úr ljósum við. Þennan kross festi hann við
lyklakippuna sína. Hann strauk þumalfingri yfir líkneskið
og setti svo kippuna aftur í buxurnar sínar sem lágu
á rúminu.
Hann snéri sér aftur að líkinu. Hann yrði
að skrifa skilaboð sín á líkið
líkt og öll hin, boðin urðu að komast til
skila. Þetta var þó síðasta hreinsunin
í bili.
Hann vissi að lögreglan myndi ekki ná honum því
hann vandaði sig vel og var alls ekki kærulaus.
Hann byrjaði að skera tákn á líkama
hennar, skilaboðin, ástæða synda hennar.
Næst var að þrífa hana, hann þvoði
hana með þvottapoka. Rólega þreif hann blóðið
af. Hann tók sér tíma í öll sín
verk til að vera viss um að ekkert myndi fara úrskeiðis.
Hann ætlaði ekki að láta ná sér,
svo sannarlega ekki. Hann brosti og fór að flissa, þetta
var allt svo fullkomið.
Hann fór með líkið á viðeigandi
stað og stillti henni upp í stellinguna sem öll
hin höfðu verið í, til að sýna Drottni
að þau hafi vanvirt hann.
Það besta var eftir, fylgjast með lögreglunni
við starf sitt og sjá hvað lögreglumennirnir
voru ráðþrota. Hann settist upp í bifreið
sína og keyrði flissandi heim til sín. Þar
tók hann aðeins til og fór svo upp í rúm.
Hann sofnaði með bros á vör.
Það hafði verið hringt inn og tilkynnt um lík
í grendinni, greinagóð lísing fylgdi með.
Hún vissi svo sem að þetta var eftir synda-morðingjann.
Hún yrði að hringja í félaga sinn og
segja honum að koma. Á meðan hún beið
eftir því að hann svaraði horfði hún
á kortið þar sem staðsetningar fórnalambana
voru merkt inn með rauðum hring. Fyrstu fjögur fórnalömbin
mynduðu kross á kortinu og hún vissi að næstu
þrjú áttu að merkja festingar Krists á
krossinum, hún sá það fyrst núna.
Andskotinn... því föttuðu þau þetta
ekki fyrr...
Þau höfðu eytt mörgum tímum í
að reyna að sjá mynstur úr þessu og
félagi hennar hafði komið með mikið af hugmyndum
sem þeim fannnst aldrei passa nógu vel. Þau höfðu
endað með hugmyndina um að morðinginn væri
kannski að búa til marga krossa, hver öðrum
minni. Því höfðu þau ekki séð
þetta fyrr...
Á hinum enda línunnar heyrðist dauft halló...
-Varstu sofandi? Spurði hún. Þetta var einn af
fáum frídögum hans.
-Já... reyna að losna við þig í smá
tíma. Hún heyrði að hann brosti.
-jæja, til að gera langa sögu stutta, það
fannst sjöunda fórnalambið.
-Ég er á leiðinni. Svaraði hann snöggt
og lagði á.
Hún fór yfir að kortinu og setti fingurinn þar
sem nýjasta fórnalambið hafði fundist og já...
það passaði, festingar Krists á krossinum.
hún þaut að skrifborði sínu og skoðaði
í gegnum myndirnar.
Á fyrsta líkinu á hægri hendi hafði
verið skorið við úliðinn og vinstra megin
á líki tvö. Á þriðja hafði
verið skorið yfir hálsinn og á fjórða
við öklana. Þó hafði staðsetning þeirra
ekki verið í samræmi við hvaða hluta af
krossinum fórnalambið táknaði.
Fórnalamb fimm var með djúpt sár við
vinstri úlið og sjötta fórnalambið var
með djúpt sár við hægri úlið.
Hún vissi að sjöunda líkið væri
með svipuð sár á fótunum. Þetta
var svo augljóst núna, þó svo staðsetning
fórnalambanna var ekki í samræmi við hvaða
hluta þau áttu að tákna. Þetta var
svo augljóst núna.
Hún tók öll gögnin með sér og
gluggaði í þeim á leiðinni út.
Hún beið fyrir utan þangað til félagi
hennar kom. Hann flautaði á hana og hún hrökk
upp frá blöðunum sem hún var að róta
í gegnum.
Er hún var sest inn í bílinn þá
útskýrði hún fyrir honum það
sem hún hafði komist að. Hann kinnkaði kolli
einbeittur á svip á meðan hann stýrði
bifreiðinni í gegnum umferðina.
Hann stöðvaði bifreiðina stutt frá staðnum
sem líkið hafði fundist.
Hann drap á bílnum. Tók lykilinn úr
svissinum og viðar krossinn danglaði á kyppunni.
Hún leit á hann og opnaði hurðina.
-Jæja eigum við að leggja í hann? Sagði
hún um leið og hún fór út úr
bílnum. Hann kinnkaði kolli.
-Já drífum okkur. Hann steig út úr bifreiðinni
og brosti er hann setti kippuna í vasann á buxunum.
by Kristrún Huld Hafberg © |