Vanaverk...
Eftir öll þessi ár að sjá
um heimilið, matinn og börnin, þá hafði
hún tekið af sér höfuðið og hent
því út með hinu ruslinu. Hendur hennar og
líkami unnu bara sitt verk. Maður hennar kom heim settist
við borðið og kláraði matinn sinn og settist
svo fyrir framan sjónvarpið og var þar þangað
til hann fór inn í rúm að sofa. Hann kyssti
ekki konu sína einu sinni einnum kossi. Enda vissi hún
það, svo hún lét höfuðið fara,
hún hafði ekkert með það að gera. Einn
góðan veðurdag myndi hún láta restina
fylgja með.
by Kristrún Huld Hafberg ©
|