Morðingi
Ástarinnar ....
Veran stóð í skugganum af trjánum, það
var rigning og regnið steyptist beint niður. Veran var orðin
rennandi blaut. Hún beið og fylgdist með allri umferð
um þennan fáfarna stíg.
Hún vissi að það kæmi að því
að maðurinn léti sjá sig og þá
væri biðin á enda og veran vissi líka að
þá yrði blóð á þessum fáfarna
stíg og blóð á höndum verunnar, gleðin
og spennan hríslaðist um kroppinn. Veran dró skykkjuna
betur að sér sem í raun gagnaðist lítið
þar sem skykkjan var orðin rennandi blaut.
Veran hafði lengi beðið eftir þessu, þessum
manni og blóði hans. Veran handlék hnífinn
sinn í stutta stund. Tréin virtust halda niður
í sér andanum og himininn gráta það
sem koma skyldi. Eldingu sló niður og lýsti upp
dökkar útlínur á milli trjánna,
undir hettunni dönsuðu skuggar í andlitinu án
myndar.
Ekki var hægt að sjá bros verunnar en bros var
þar þó, því þruman sem fylgdi
eldingunni öskraði syguróp til að styðja
skuggann sem stóð þarna í myrkrinu. Veran
var farin að undirbúa þennan langþráðan
dauða þessa manns, hann kæmi ríðandi
á hvítum hesti eftir stutta stund. Veran stóð
sem stytta, trygg við tímann. Hún hreyfði
ekki einu sinni litla fingur, varla blikkaði augunum þótt
það lækju regndropar niður andlitið.
Það var enginn ótti í loftinu aðeins
eftirvænting. Það var eins og allt sem í
kring spyrði sömu spurningarinnar "Tekst henni það?".
verann brosti kalt, hún heyrði hófa hljóð,
hann var að koma. Veran horfði djúpt inn stíginn.
- Ekki langt núna. heyrðist hvíslað grimmilega.
Eftirvæntingin byrjaði að hringsóla um þennan
fáfarna stíg. Tréin hvísluðu sín
á milli en snarþögnuðu er þau urðu
vör við stingandi augun sem voru full af grimmd og reiði.
Grunlaus reið maðurinn og nálgaðist örlög
sín. Hesturinn var farinn að ókyrrast en reiðmaðurinn
reyndi að stjórna hesti sínum og róa hann.
Reiðmaðurinn var sjálfur ekkert hrifinn af þessum
fáfarna stíg en núna var þessi stígur
afar hentugur fyrir þetta mikilvæga erindi hans. Fylgdarmenn
hans, tveir, voru rétt á eftir honum.
Reiðmanninum tókst að róa hest sinn eða
það hélt hann, hesturinn gafst bara upp við
að reyna að vara húsbónda sinn við hættunni
sem frammundan beið. Hesturinn hélt treglega áfram,
en áfram þó. Reiðmaðurinn stýrði
hesti sínum órólega, hann varð bara að
komast á áfangastað og það með hraði
, þetta gæti orðið og myndi líklega verða
ótrúlegur dagur, besti dagurinn í lífi
hans.
Skyndilega stóð vera á miðjum stígnum
og hesturinn hneggjaði ógurlega. Veðrið hafði
þagnað, hélt niðri í sér andanum.
- "Vík frá." sagði reiðmaðurinn
ákveðið og öruggt en Veran hreyfði sig ekki.
- "Vík frá, ég er í mikilvægum
erendagjörðum " reiðmaðurinn reyndi aftur
en veran svaraði þessu ekki.
En all snögglega stökk veran að reiðmanninum og
reif hann niður af hestinum. Reiðmaðurinn var ekki undir
þetta búinn og var því of seinn til að
grýpa sverð sitt áður en hnífurinn
stakkst á kaf í brjóst hans. Veran horfði
köldum augum á manninn og á það sem
hann hélt dauðataki á í annari hendinni.
Veran beygði sig niður og reif hlutinn úr hendi reiðmannsins
sem reyndi að halda eins fast og hann gat, en kraftar hans runnu
frá honum.
Veran brost grimmu brosi, hún lifti glerskónum upp
og handlék hann eitt augnablik svo lagði hún skóinn
á jörðina og mölvaði hann fyrir augum reiðmannsins,
augu hans fylltust tárum og brostinni von.
Veran tók sverð reiðmannsins og stakk því
af öllum krafti í gegnum hjarta hans.
Blóðið jóst upp og sverðið varð
rauðleitt, litað af lit ástarinnar... á sömu
stundu laust niður fjöldi eldinga og þrumurnar hrópuðu
sigrihrósandi, veðrið hélt ekki að sér
lengur, tárin byrjuðu að dropa rólega niður
sem jókst með hverrri sekúndu, himininn var aftur
byrjaður að gráta.
Reiðmaðurinn starir brostnum augum upp í táraflóðið
og ást hans liggur nú á þessum fáfarna
stíg. Stígurinn alblóðugur og hesturinn
horfinn þegar tveir reiðmenn koma að líkinu.
Hvísl verunnar barst með vindinum...
"Mjallhvít fær ekki að vakna" sagði
veran, rétt áður en hún lagði af stað
í næsta ævintýri.
by Kristrún Huld Hafberg ©
|