Jólin
hennar....
Jæja nú var hún búin að búa
hér hjá nýju fósturfjölskyldu sinni
í eitt ár, hingað til hafði það
gengið vel. Hún hafði sitt eigið herbergi og
hélt sig mikið fyrir sig. Það var skrítið
að eiga tvo bræður allt í einu og foreldra
sem létu sér annt um hana og vildu vernda hana frá
illu í stað þess að valda henni því.
Hjónin Elsa og Guðmundur voru bæði yndisleg
þau gátu ekki átt börn sama hve mikið
þau reyndu. Þau áttu sitthvort fyrirtækið
og ættleiddu Sigmund fyrir 10 árum þegar hann
var sirka 8 ára Gunnar var ættleiddur fyrir 6 árum
þegar hann var 4 ára og núna hún þegar
hún var 14 ára gömul.
Elsa og Guðmundur lögðu mikla vinnu í fjölskyldulífið,
að elda mat saman var skylda en auðvitað voru þetta
ekki herbúðir. Linda hlakkaði alltaf til að hitta
nýju fjölskylduna sína í eldhúsinu
og fá spennandi sögur úr lífi hjónanna.
Linda sagði þeim eins mikið og henni fannst að
þau þyrftu að vita um hana en hún hafði
það á tilfinningunni að Elsa og Guðmundur
vissu hennar hræðilegasta leyndarmál.
Í kvöld ætluðu þau að hittast yfir
jóla eldamennskunni, akkúrat ári frá
dauða móður hennar, Linda fann enn engar tilfinningar
í garð móður sinnar..
Nú heyrði hún þau byrja að spila jólalög
og Guðmund syngja hátt með hverju lagi. Það
var bankað á hurðina hjá henni og höfuðið
á Simma kíkti inn...
- Hæ, má ég koma inn?
- Ja, já... komdu inn. Stamaði Linda klaufalega.
Þetta var í fyrsta skiptið sem hann kom inn í
herbergið hennar, hann var sjaldan heima. Simmi var mjög
vinsæll í skólanum og mjög upptekinn með
vinunum og kærustunni sem hann var núna hættur
með fyrir sirka 6 mánuðum.
Hann settist á rúmið hjá henni.
- Hvaða bók ertu að lesa? Hún brosti
- Englar alheimsins, hefurðu lesið hana?
- Já, hún er góð, virkilega góð.
Ég kom til að segja þér að þegar
jólasöngvar Guðmundar byrja þá byrjar
eldamennskan, ég var sendur til að ná í
þig.
Linda kinkaði kolli, stóð upp og setti bókina
á náttborðið, hún gekk í átt
að hurðinni þar sem Simmi stóð og beið
hennar, það fór hrollur um hana hún þekkti
þetta augnaráð. Hún flýtti sér
fram hjá og inn ganginn, skyndilega virtist gangurinn svo
langur og dimmur. Hún fann hvernig hjartað hamaðist
í brjósti hennar. Hún reyndi að sjá
hvar gangurinn endaði en það dimmdi meir og meir fyrir
augum hennar og hana svimaði, hún heyrði ekki neitt
nema blóðið dynja fyrir eyrum hennar. Hún
féll til jarðar og leið út af.
Simmi kallaði á Guðmund en þau heyrðu
ekki í honum fyrir tónlistinni. Hann hljóp
út ganginn og greip í Elsu, hún leit við
og sá óttaslegið augnaráð hans.
- Hvað er að? Spurði hún hálf taugaveikluð.
- Linda, hún hljóp fram á gang og svo datt
hún bara á gólfið, það leið
yfir hana.
Elsa kallaði á manninn sinn og þau hlupu öll
inn ganginn. Gunni horfði undrandi á hana.
- Hvað er að henni? Akkurru liggur hún bara þarna.
- Það leið yfir hana, vinur. Sagði Elsa er hún
setti hendur sínar um axlir hans og stýrði honum
í átt að stofunni og svaraði spurningaflóði
hans um þetta efni. Simmi hélt á Lindu og Guðmundur
gekk rétt á eftir honum.
Sigmundur lagði hana varlega í sófann og þau
settust öll.
- Hvað gerðist eiginlega? Spurði Guðmundur stíft.
- Það veit ég ekki. Ég fór og lét
hana vita að við færum að undirbúa matinn
og ég spurði hana um bókina sem hún var
að lesa og svo hljóp hún framhjá mér
út á gang og hrundi niður.
- Ekkert annað? Guðmundur horfði á stúlkuna
sem lá á sófanum. – ekkert annað?
- Nei, ekki mér vitandi... hún leit út eins
og hún væri villt eitt augnablik áður en
hún datt.
Guðmundur stóð upp og greip símann, hann vildi
hringja í vin sinn sem var sálfræðingur
og spyrja hvað þau gætu gert. Hann gekk inn í
vinnustofuna til að Linda gæti fengið frið og
hann vildi ekki að allir myndu heyra þetta samtal.
Linda var að ranka við sér. Simmi gekk til hennar.
- Hvernig líður þér? Spurði hann blíðlega.
Hún opnaði augun og hrökklaðist frá honum.
Elsa settist hjá henni og tók utan um hana. Linda
hjúfraði sig upp að henni í bráðri
þörf fyrir vernd.
- Simmi farðu inní eldhús með Gunna og þið
sjáið um matinn. Við komum á eftir. Þegar
þeir voru farnir, rétti Elsa úr sér og
horfði á Lindu sem ruggaði sér áfram
og tárin runnu niður andlit hennar.
- Ef þú vilt tala um það þá
er ég hér... ég var ekki alltaf rík
og hafði það gott... ég skil það
sem þú ert að ganga í gegnum og vil hjálpa
en ég get það ekki ef þú vilt ekki
hjálp.
- Fyrirgefðu... ég ætlaði ekki að skemma
jólin fyrir neinum. Sagði Linda hálf bæld.
- Elskan mín þú gætir ekki gert það
þó þú reyndir. Elsa brosti út í
annað. – Ég á loksins sæta og yndislega
dóttur, hvað meira get ég beðið um. Og
bara svo þú vitir það þá átt
þú fullan rétt á því að
hafa tilfinningar og tjá þær. Helst vildum við
að þú myndir tjá þær meira svo
við þurfum ekki að giska. Ég vona að þér
líki að vera hérna hjá okkur og ef ég
er of ýtin segðu mér það bara.
Elsa strauk nokkur tár í burtu, tók utan um
hana og ruggaði henni rólega í fangi sér.
Þær sátu þarna í góðan
tíma í þögn, kertaljósi og ljósi
frá jólaseríunum.
Það heyrðist lágt hvísl frá
eldhúsinu, maturinn var tilbúinn. Elsa kyssti Lindu
á ennið og rétti úr sér.
- Ertu ekki svöng? Eigum við að fá okkur að
borða?
- Mér líst vel á það. Linda þurkaði
tárin og lagaði sig til.
Þær stóðu upp og gengu inn í eldhús,
það varð vandræðileg þögn eitt
augnablik. Linda brosti vandræðilega.
- viljið þið afsaka mig ég verð að
fara inn á baðherbergi og smúla andlitið.
Hún brosti og fór.
- Strákar, þið verðið að skilja að
þetta er erfiður tími fyrir hana, hún fann
móður sína látna á þessum
degi fyrir aðeins ári síðan.
Það var búið að leggja á borðið
og þau settust niður og biðu eftir henni.
- Simmi minn, er ekki kominn tími á að þú
fræðir okkur um hvað gerðist á milli þín
og Báru, þú hefur ekkert sagt frá því
að þið hættuð saman. Elsa horfði vongóð
á son sinn. Linda gekk inn og settist. Simmi horfði örlítið
flóttalega í kringum sig.
- Ummm.... Við rifumst svolítið mikið síðasta
mánuðinn. Ég var byrjaður að missa áhugann
en hún trúði ekki að það væri
svo einfalt og var stanslaust að ásaka mig um að
vera ástfanginn af annari og svoleiðis vitleysu.
- Og hverri ætti þú að vera ástfanginn
af, þú varst annað hvort með henni eða
strákunum. Sagði Guðmundur undrandi.
- Hann er hommi!!! Hrópaði Gunni og byrjaði að
hlæja.
- Nei ég er ekki hommi fíflið þitt!!! Hann
leit á móður sína og sá að það
var svipur á henni sem gaf til kynna að hann ætti
að passa tunguna í sér. Það leið
hægt og rólega á matinn og umræðurnar
urðu meira viðráðanlegar fyrir Lindu. Henni fannst
svolítið erfitt að venjast því að
hafa fjölskyldu. Allan tímann forðaðist Linda
augnsamband við Simma, hún vildi ekki sjá þetta
augnaráð aftur. Eftir matinn gengu Elsa og Guðmundur
frá og sendu börnin inn í stofuna. Þau
sátu þarna róleg og Linda reyndi að horfa
á allt annað en Simma. Hún ákvað að
forða sér inn í eldhús. Elsa og Guðmundur
tóku ekki eftir henni.
- Ég held ég viti hverri Simmi er ástfangin
af. Elsa brosti. Sástu hve mikið hann horfði á
hana allan matatímann.
- Já hvernig gat þetta farið fram hjá okkur.
Guðmundur hristi höfuðið.
Linda stóð þarna stjörf og vissi ekki hvað
hún átti að gera, hvernig gat hún verið
svona vitlaus. Augnaráðið var ekki það
sama og Jón hefði gefið henni. Henni varð skyndilega
óglatt og svimaði örlítið, hún
leit upp og beint í augun á Elsu.
- ég helt að hann vildi... ég vissi ekki... mér
datt ekki í hug.... hún hvítnaði meir og
meir í andlitunu. Og hneig niður. Þarna sat hún
á gólfinu og starði á Elsu.
- Ég veit elskan mín, sagði Elsa og brosti. –
hafðu ekki áhyggjur af því vinan.
- Ohhh.. hvað ég er vitlaus.... stundi Linda.
- Nei vina mín þú ert bara ekki búin
að jafna þig og hvað þá takast á
við fortíð þína og það sem
hefur átt sér stað í þínu
lífi, það tekur tíma og við erum ÖLL
hérna fyrir þig.
by Kristrún Huld Hafberg ©
|