Málverkið...
Hann fór inn á vinnustofu sína
og bjóst ekki við að gera neitt, hann hafði ekki
gert neitt lengi. Hann tók upp pensilinn og byrjaði að
mála en endaði með því að grýta
verkinu þvert yfir vinnustofuna, svo það lenti með
látum á veggnum.
Hann opnaði vodka flöskuna sem stóð á
borðinu innan um litina og penslana, hann fékk sér
drjúgan sopa og gretti sig aðeins, fyrsti sopinn var
alltaf aðeins of sterkur. Næsti varð fínn og
þar næsti á eftir og svo næsti og næsti.
Hann átti ekki við neitt vandamál að stríða,
hann drakk bara því honum fannst það gott.
Hann tók upp pensilinn aftur og byrjaði að mála
og það gekk eins og í sögu. Hann málaði
eina mynd og svo aðra og aðra, hann stoppaði bara ekki,
hann var kominn á skrið. Hann tók ekki eftir því
hvað hann var að mála, það gerðist
allt svo hratt, hann bara málaði og skipti um pensla
og liti og galdraði fram list. Hann lauk við síðustu
myndina, svolítið þreyttur, hann yrði að
sína konu sinni myndirnar hún yrði svo stolt.
Honum fannst eins og að sá tími sem fór
í það að mála myndirnar hafi farið
fram hjá honum svo hann ákvað að fara yfir
myndirnar sínar, byrja á þeirri fyrstu. Hann
gekk að fyrstu myndinni, hann hafði málað heimili
sitt og umhverfið í kring, ekki slæmt. Næsta
mynd var af konu hans inni í eldhúsi, þriðja
myndin var af konu hans sitjandi við eldhúsborðið
með byssu fyrir framan sig. Hann horfði undrandi á
myndina, hvað hafði hann verið að spá? Hún
á ekki byssu, hvað ætti hún að gera
með byssu? Fjórða myndin var af konu hans að
setja hljóðdeyfi á byssuna og labba upp stigann
að háaloftinu, hann hristi höfuðið undrandi
á myndefni sínu.
Fimmta myndin var af honum, hann snéri í átt
að dyrunum á vinnustofu sinni og við dyrnar stóð
kona hans þó sást bara bakhlutinn af henni,
hún helt á einhverju í höndunum. Hann
færði sig nær málverkinu til að sjá
hvað það var, það var byssan... hann hrökklaðist
frá málverkinu, hvað var í gangi? Hvers
vegna hafði hann málað slíkar myndir? Undrandi
snéri hann sér við, og þarna stóð
hún með byssuna í höndunum.
by Kristrún Huld Hafberg ©
|